Smá skítalykt af þessu

Fyrir það fyrsta er J.D.Power Amerískt fyrirtæki . . þetta eru semsagt áræðanlegustu bílategundirnar samkvæmt þarlendum neytendum ! . . Buick, Mercury og Cadillac eru tegundir sem sjást varla annarstaðar í heiminum og allstaðar annarstaðar en í USA þykja NÝIR amerískir bílar ekki uppá marga fiska. Ég ætla ekki að taka frá Toyota/Lexus að það séu áræðanlegir bílar en það eru önnur Japönsk merki sem eru alls ekki síðri svo sem Honda/Acura og Nissan /Infinity . . Porsche trjónir svo á toppnum í áræðanleika eftir 10 ár en það er annað mál.

Top Gear gerðu könnun í bretlandi þar sem Honda S2000 var efst 2 ár í röð og aðrir japanskir bílar fylgdu á eftir . .svo þýskir . . amerískir og franskir bílar ráku lestina.

Ameríkanar kunna ekki að gera: bíla sem beygja, þar sem plastið í innréttingunni passar sama og ískrar ekki og rafkerfið virkar . . það á ekki að apa eftir eða gera frétt um það sem þeim finnst ! . . í það minnsta í þessum efnum.


mbl.is Lexus áreiðanlegasti bíllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég hef átt tvo ameríska bíla.  Báðir beygðu fullkomlega.  (annar betur en allt annað sem ég hef ekið - en var það þó herlemtýpa, jafnvel á amerískan mælikvarða)  Hvorugur ískraði.  Plastið small saman ein sog það átti að gera og hvaðeina.  Og báðir voru 1988 módel.

Ég ætla ekkert að fara að efast um að Cadillac eða Buick tolli saman í nokkur ár, hvað þá Lexus.  Það eru Chevrolet og Ford sem eru í því að detta í sundur, og þá helst litlu bílarnir þeirra.

Það er þumalputtaregla við þetta: stórir bílar bila síður.  Hjá Japananum er meira samræmi í þessu.  það er helst Nissan sem er með einhverja stæla.

 (Hve margir aka annars um á Honda S2000?  Ég veit bara um einn...)

Ásgrímur Hartmannsson, 7.8.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: Cartman

Grunar að Gauti sé búinn að horfa svolítið mikið á Top Gear  

En aftur á móti, þá hafa bandarískir bílar ekki verið þekktir fyrir áreiðanleika eða handling, eins og Ásgrímur vill meina.

Bandarískir bílar eru með verstu fjöðrun í heiminum, sem einkennist af supersoft fjöðrun (sem geriri vont handling).

Í kringum þessi ár sem bíllinn sem þú áttir var framleiddur, var talið eitt að verstu tímabilum í sögu hjá bandarísku bílaframleiðendum (þannig að ég geri ráð fyrir að þekking þín sé ekki mikil á bílum, eða þú gerir ekki miklar kröfur)

Gauti vitnaði í breska könnun í sambandi við S2000, þannig að það kemur ekkert við, hvað þú þekkir marga. 

Bandarískir bílar koma lítið til evrópu og þýðir þessi könnun ekkert fyrir íslendinga.

Þetta er bara eitt annað merkið um lélega íslenska blaðamennsku 

Cartman, 8.8.2008 kl. 02:22

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

S2000 er rándýr 2 sæta sportbíll.  Það eru svona 4 á öllu bretlandi sem aka um á svoleiðis.  Alveg eins og Lexus er rándýr 5 sæta fólksbíll.

Að keyra Amerískum bíl er eins og að svífa um á skýi.  Í samanburðinum er allt annað Farmall Cup.  En ef menn vilja dragast um eftir jörðinni í einhverjum nötrandi kassa, þá verða þeir að vera um það.  Þetta útskýrir líka hrifningu allra á stórum jeppum: mjúk fjöðrun, létt stýri, og í einstaka tilfellum, olnbogarými.  Alveg eins og 1955 Ford Victoria.  Nema bara jepparnir eru kraftminni og eyða meira.

Annars er það rétt.  Þessi blessaða könnun kemur okkur hér heima ámóta mikið við og hve margir eru stungnir í Bretlandi um hverja helgi.  Ekkert, sem sagt.  Ef einhver gæti nú frætt okkur um hvort bilar sjaldnar, Honda Jazz eða Toyota Yaris, það væri ágætt.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.8.2008 kl. 11:53

4 identicon

Þetta er nú reyndar ekki alveg rétt með Top Gear kannanirnar. Þýskir bílar gerðu yfir höfuð litla lukku og voru neðarlega, mjög neðarlega. Eitt árið voru einar fjórar týpur af Benz í tíu neðstu sætunum. Ford var hinsvegar með marga bíla ofarlega á listanum. Að spyrna saman amerískum bílium í Top Gear könnunum við franska er fráleitt. Þeir amerísku komu miklu betur út!

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 17:10

5 Smámynd: Gauti

Ford Focus, Mondeo, Fiesta og fleiri af þeim bílum frá Ford sem sjást í evrópu eru álíka mikið amerískir og lifrarpylsa . . hannaðir og framleiddir í evrópu.

Gauti, 8.8.2008 kl. 20:55

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sá nýlega lista sem hékk hjá Hyundai umboði hér í Hollandi. Hann var tekinn upp úr einhverju virtu blaði, man þó ekki hverju. Þar voru efstu sætin:

1. Lexus

2. Hyundai

3. Honda

4. Toyota

Ég gæti verið að víxla 2-3 sætunum. Svo vil ég endilega kveða Ásgrím í kútinn. Nissan klikkar ekki. Ég á 16 ára gamlan Sunny og hann er alltaf til friðs. Og að lokum, Top Gear er frábær þáttur, en á maður að taka hann alvarlegar en þáttarstjórnendurnir? Varla...

Villi Asgeirsson, 8.8.2008 kl. 22:41

7 Smámynd: Gauti

Könnunin sem ég vitna í var einungis framkvæmd með stuðningi þáttarins og BBC. Það voru eigendur bílanna sem skiluðu inn (á netinu) hversu sáttir þeir væru með sinn bíl og hvað hefði bilað ef eitthvað ossoframvegis . . það var aldrei þessu vant full alvara með þessari könnun, vel margir sem tóku þátt og mér finnst alveg mark á því takandi . . . það voru ekki breskir bílar efst á lista, engin hlutrægni í gangi í UK eins og í USA

Gauti, 11.8.2008 kl. 19:32

8 identicon

Ég á Hondu og hún er fííín!

Og af því tilefni vil ég vitna í Gunnar nokkurn Jökul með þessum orðum:

Bíllinn minn,

ég elska bílinn minn

og því um bílinn minn

er þetta LAG!

Brynhildur (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti

Höfundur

Gauti
Gauti
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 142

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband